Ég heiti Sigurdís Harpa og fæddist í Vestmannaeyjum árið 1964 og ólst þar upp.
Hélt til Akureyrar í nám árið 1989 og lauk prófi frá Myndlistarskóla Akureyrar árið 1994.
Ég hef starfað sem myndlistarmaður síðan ég lauk námi. Einnig hef ég kennt myndlist við grunnskóla og framhaldsskóla.
Flestir atburðir lífs míns hafa áhrif á mig sem myndlistarmann og þá ekki síst uppvaxtarár mín í Vestmannaeyjum.
Ég hef verið búsett í Reykjavík um árabil og unnið þar að myndlist minni.
Netpóstur: sigurdis@sigurdis.is
Sími +354 8923548